Nýr jarðstrengur milli aðveitustöðva tryggir afhendingaröryggi rafmagns

Vellir og Hamranesstöðin

Þann 4. mars sl. var tekinn í notkun nýr 33 kílóvolta jarðstrengur á milli aðveitustöðvar í Hamranesi (JON-A) og aðveitustöðvarinnar í Öldugötu (OLD-A).

Var þá 4,6 megavatta orku (um 27%) létt af 132 kílóvolta jarðstreng Landsnets sem liggur frá tengivirki Landsnets í Hamranesi til aðveitustöðvar HS Veitna í Öldugötu yfir á nýja 33 kílóvolta jarðstrenginn milli.

Í tilkynningu HS Veitna segir að með tilkomu 33 kílóvolta dreifikerfisins á veitusvæðinu sé því búið að bæta rekstrar- og afhendingaröryggi viðskipta á veitusvæðinu til muna.

Tvær leiðir milli Öldugötu og Hamraness

Nýi jarðstrengurinn milli aðveitustöðvanna hefur ekki stefnuvirkar varnir til að tryggja rekstraröryggi bæði í Öldugötu og Hamranesi.

Skýringarmynd sem sýnir báða strengina.

Ef það atvikast að jarðstrengur Landsnets færi út í Öldugötu, þá mun aflið flytjast á nýja jarðstrenginn. Einnig ef jarðstrengur Landsnest færi út í Hamranesi, þá mun aflið flytjast yfir á nýja jarðstrenginn án rekstrartruflana til viðskiptavina.

Ummæli

Ummæli