Haukar deildarmeistarar kvenna í knattspyrnu í 1. deild!

Sigruðu Grindavík 5-1 í úrslitaleik í Grindavík í dag

Þórdís Elva, Hildigunnur og Heiða Rakel skoruð allar gegn Grindavík.

Haukar og Grindavík mættust í úrslitaleik 1. deildar í knattspyrnu í Grindavík kl. 16 í dag. Bæði liðin voru búin að tryggja sig upp í úrvalsdeild en nú var keppt um sjálfan deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Liðin léku í sama riðli í Íslandsmótinu og var Grindavík efst í riðlinum, 9 stigum á undan Haukum sem voru í öðru sæti.

Grindvíkingar byrjuðu vel í dag og skoruðu strax á þriðju mínútu þegar Dröfn Einarsdóttir skorar eftir hornspyrnu. Þórdís Elva Ágústsdóttir jafnaði svo fyrir Hauka á 26. mínútu. Markmaður Grindavíkur varði boltann en missti hann svo undir sig. Gott mark engu að síður hjá bakverðinum.

Í síðari hálfleik komu Haukastúlkur ákveðnar til leiks og Dagrún Birta Karlsdóttir kemur Haukum yfir með skotu af stuttu færi eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar bæta Haukar marki við með góðu marki Heiðu Rakelar Guðmundsdóttur og þremur mínútum síðar kemst Hildigunnur Ólafsdóttir ein innfyrir og skorar. Haukar komnir í 4-1!

Þetta er ekki búið því á lokamínútinn á Alexandra Jóhannsdóttir, nýkjörinn knattspyrnukona Haukar, skot af mjög löngu færi og skorar. Haukar sigra 5-1!!

Bjartir tímar framundan í kvennaknattspyrnunni í Hafnarfirði, bæði Hafnarfjarðarliðin í úrvalsdeild næsta ár og flott starf yngri flokka. Til hamingju Hafnfirðingar!

Lýsing á leik, heimild: www.fotbolti.net

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here