Tvö Íslandsmet Róberts Ísaks á RIG

Róbert Ísak Jónsson - Ljósmynd: ÍF

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson úr Firði/SH vann til silfurverðlauna á alþjóðlega Reykjavíkur­mótinu í 200 m fjórsundi og setti tvö ný og glæsileg Íslandsmet. Róbert sem keppir í flokki S14 þroska­hamlaðra keppti í opnum flokki á mótinu þar sem ekki var keppt í sérstökum flokkum fatlaðra á RIG.

Róbert varð annar í 200 m fjórsundi en Íslandsmetin setti hann í 400 m fjórsundi og 200 m flugsundi. Í fjór­sund­inu synti hann á 4,59.70 mín­útum og sló þar með Íslandsmet Jóns Margeirs Sverrissonar frá 2013 sem var 5,01.32 mínútur.

Í 200 m flugsundi sló Róbert annað met Jóns 2,42.58 mínútur, sem staðið hafði frá árinu 2010 en tími Róberts Ísaks var 2,26.67 mínútur.

Ummæli

Ummæli