fbpx
Fimmtudagur, janúar 27, 2022

Róbert Ísak setti þrjú Íslandsmet á einum degi

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson úr SH/Firði keppir á EM fatlaðra í sundi í Madeira í Portúgal.

Keppni hófst sl. sunnudag á 20. afmælisdegi Róberts Ísaks.

Þá synti Róbert Ísak sig inn í úrslit í 200 m skriðsundi S14 (þroskahamlaðir) og hafnaði í 5. sæti. Hann synti á 2,04.42 mín. í undanrásum og í úrslitum gerði hann ögn betur og synti á  2,02.20 mín. sem dugði honum í 5. sæti.

Í gær setti hann þrjú Íslandsmet! Í undanrásum  í 100 m baksundi synti hann á 1,05.19 mín. og bætti Íslandsmet sitt um rúma sekúndu en fyrra met hans frá 2019 var 1,06.49 mín.

Í úrslitum sló hann svo gamalt Íslandsmet í 50 m baksundi og kom svo í mark á nýju Íslandsmeti í 100 m baksundi á 1,04.76 sekúndum. Endaði hann í 7. sæti.

Félagarnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson.

Félagi hans, Már Gunnarsson úr ÍRB setti einnig Íslandsmet er hann náði 4. sæti í 100 m flugsundi í flokki S11 (blindir) og  bætti eigið Íslandsmet um eitt sekúndubrot. Millitími hans var einnig Íslandsmet, 32,33 sek.

Ljósmyndir af ifsport.is

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar