Kári Jónsson leikur með Haukum í vetur

Kári Jónsson

Kári Jónsson hefur samið við Hauka og mun spila með liðinu í úrvalsdeildinni í vetur.

Segja Haukamenn þetta vera mikil gleðitíðindi fyrir félagið en búist var við að Kári færi utan og reyndi aftur fyrir sér í atvinnumennskunni. Covid-19 hefur hins vegar sett strik í reikninginn og nokkrir möguleikar sem Kári hafði gengu ekki upp.

Kári gekk í gegnum erfið meiðsli fyrir síðustu leiktíð og var hægt og bítandi að komast í sitt rétta horf þegar mótið var blásið af og er hann heill heilsu í dag. Á síðustu leiktíð skilaði hann 17 stigum, 3,5 fráköstum, 6,8 stoðsendingum og var með 17,7 í framlag.

Kári segist spenntur fyrir tímabilinu og að biðin styttist þangað til að mótið fari af stað. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili hjá Haukum og þarna eru margir nýjir leikmenn sem verður spennandi að spila með. Við munum gefa allt í þetta eftir lengsta undirbúningstímabil sögunnar og vonandi sjáum við sem flesta í stúkunni að hvetja,“ segir Kári í tilkynningu frá Haukum.

Israel Martin var að vonum glaður að halda Kára allavega eitt tímabil til viðbótar. „Að hafa þann möguleika á að þjálfa Kára er frábært því hann er góður drengur og gefur sig allan í þetta. Þetta er stór ráðning fyrir okkur og ég er handviss um að hann muni hjálpa liðinu að ná þeim takmörkum sem við höfum sett okkur.“

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here