Haukar og Valur keppa á morgun í meistarakeppni HSÍ

Leikið á Ásvöllum þriðjudag 30. ágúst kl. 19.30

Haukar urðu Íslandsmeistarar 2016. Ljósmynd: Guðni Gíslason.

Haukar taka á móti Val í árlegum leik Íslands- og bikarmeistara karla í meistarakeppni Handknattleikssambands Íslands.

Leikið verður að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19.30.

Haukar halda svo til Grikklands á fimmtudaginn þar sem liðið leikur báða leiki sína í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í handbolta. Mæta Haukar A.C. Diomidis Argous 3. og 4. september.

 

Ummæli

Ummæli