Haukakonur eru úr leik í bikarkeppni HSÍ í handbota eftir svekkjandi tap gegn Þór/KA í Laugardalshöll í dag.
Haukar fóru vel af stað og voru í raun með frumkvæðið stærsta hluta leiksins. Komust í 4-0 en síðan jafnaðist leikurinn nokkuð og Þór/KA jafnaði í 7-7. Haukar héldu áfram yfirhöndinni og staðan í hálfleik var 10-8 Haukum í vil.
Í seinni hálfleik náðu Haukar tvisvar 4 marka forskoti en þá skoraði Þór/KA 4 mörk í röð og jafnaði í 14-14. Þá tók við mjög spennandi kafli allt til enda, liðin skiptust á að hafa forystu en Þór/KA náði meðst 2 marka forystu þegar 2 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu í 22-21 þegar rúm mínúta var eftir og Þór/KA missti boltann og Haukar tóku leikhlé þegar 19 sekúndur voru eftir.
Tíminn rann út en Haukar fengu aukakast á lokasekúndunni. Sara Odden tók aukakastið en varnarveggur Þór/KA varði skotið og svekkjandi tap Hauka veruleiki.
Þór/KA mætir svo Fram í úrslitum sem sigraði Val með 6 marka mun, 23-17.
Berglind Benediktsdóttir, Berta Rut Harðardóttir og Sara Odden skoruðu 4 mörk hver fyrir Hauka og Alexandra Líf Arnarsdóttir, Þórhildur Braga Þórðardóttir, Helena Ósk Kristjánsdóttir og Karen Helga Díönudóttir skoruðu 2 mörk hver og Birta Lind Jóhannsdóttir skoraði 1. Saga Sif Gísladóttir varði 17 mörk fyrir Hauka.
Martha Hermannsdóttir og Ásdís Guðmundssdóttir skoruðu 4 mörk hver fyrir Þór/KA og Katrín Vilhjálmsdóttir, Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Ásdís Sigurðardóttir skoruðu 3 mörk hver. Matea Lonac varði 12 skot fyrir Þór/KA, þar af 1 víti.