Föstudagur, janúar 23, 2026
HeimFréttirPólitíkEinar Geir vill leiða lista Miðflokksins í Hafnarfirði

Einar Geir vill leiða lista Miðflokksins í Hafnarfirði

Einar Geir Þorsteinsson hefur gefið kost á sér til að leiða lista Miðflokksins í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Einar Geir situr í stjórn kjördæmafélags Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess að vera formaður Hafnarfjarðardeildar Miðflokksins. Hann er með BA- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum. Einar Geir er búsettur í norðurbæ Hafnarfjarðar og er giftur Kristínu Þóru Reynisdóttur. Eiga þau þrjá syni, Hauk Reyni, Þorstein Helga og Ísak Orra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokksdeild Hafnarfjarðar.

Framboðsfrestur til að gefa kost á sér á lista Miðflokksins í Hafnarfirði rennur út 5. febrúar nk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2