Sunnudagur, janúar 18, 2026
HeimFréttirPólitíkKarólína bar sigurorð af sitjandi oddvita Viðreisnar

Karólína bar sigurorð af sitjandi oddvita Viðreisnar

Karólína Helga Símonardóttir sigraði í prófkjöri Viðreisnar í Hafnarfirði og mun því leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum.

„Mér er efst í huga mikið þakklæti til félagsfólks okkar í Hafnarfirði. Þetta hefur verið snörp en skemmtileg prófkjörsbarátta. Ég þakka Jón Inga fyrir drengilega baráttu,“ segir Karólína Helga í tilkynningu á vef Viðreisnar. og bætti við: „Nú getur Viðreisn í Hafnarfirði svo sannarlega brett upp ermar og farið í kröftuga sveitarstjórnarbaráttu í vor.“

Viðreisn hefur átt einn fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar síðustu tvö kjörtímabil.

Á kjörskrá voru 753 og var kjörsókn 82%.

Bar Karólína Helga sigur á sitjandi formanni Jóni Inga Hákonarsyni með 317 atkvæðum í fyrsta sæti gegn 259 atkvæðum sem Jón Ingi fékk.

Árni Stefán Guðjónsson bar sigurorð um 2. sætið með 361 atkvæði í 1.-2. sætið en Hjördís Lára Hlíðberg hlaut 120.

Aðeins var kosið í fyrstu tvö sætin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2