fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimÍþróttirHandboltiStórsigur FH gegn Val á meðan Haukur töpuðu naumlega - Myndir

Stórsigur FH gegn Val á meðan Haukur töpuðu naumlega – Myndir

FH eitt taplaust á toppnum

FH og Haukar spiluðu bæði í sjöundu umferð Úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld. FH léku gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda og Haukar spiluðu gegn Selfyssingum á Ásvöllum.

Tólf marka sigur gegn Íslandsmeisturum Vals

Það er skemmst frá því að segja að FH-ingar unnu stórsigur á Val, 21:33. Staðan í hálfleik var 5:15 og skoruðu Valsmenn ekki fyrstu átta mínúturnar og heldur ekki seinustu tíu. Seinni hálfleikur var aðeins jafnari en sigur FH var aldrei í hættu. Valur hafði unnið alla sína leiki fram að þessu en FH er enn ósigrað og hefur ekki tapað stigi í deildinni.

FH er á toppi deildarinnar með 12 stig  eftir sex leiki og á leik til góða við Fjölni  á miðvikudag í Kaplakrika. Fjölnir hefur aðeins náð sér í 2 stig úr tveimur jafnteflum.

Valur er í öðru sæti með 11 stig eftir 7 leiki en þar á eftir koma Haukar, Selfoss og ÍBV, öll með 10 stig eftir 7 leiki.

Mörk FH:
Óðinn Þór Ríkharðsson 9
Ágúst Birgisson 5
Arnar Freyr Ársælsson 4
Ásbjörn Friðriksson 4
Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
Einar Rafn Eiðsson 3
Jóhann Birgir Ingvarsson 2
Jón Bjarni Ólafsson 2
Þorgeir Björnsson 1.

Ágúst Elí varði 14 skot í marki FH.

Mörk Vals:
Orri Freyr Gíslason 5,
Árni Þór Sigtryggsson 5,
Sveinn Jose Rivera 3,
Anton Rúnarsson 3,
Stiven Tobar Valencia 2,
Alexander Örn Júlíusson 1,
Magnús Óli Magnússon 1,
Ásgeir Snær Vignisson 1.

Í marki Vals: Sigurður Ingiberg Ólafsson 6 og Einar Baldvin Baldvinsson 2.

Haukar töpuðu naumlega gegn Selfossi

Selfyssingar höfðu betur gegn Haukum með eins marks sigri, 23-24. Haukar voru yfir í hálfleik 13-8 eftir góðan kafla um miðjan hálfleikinn. Haukar náðu mest 6 marka forystu en þá kom góður kafli hjá Selfyssingum sem komust yfir á 43. mínútu eftir 9-3 kafla í stöðunni 16-17. Eftir að Selfoss komst yfir skiptust liðin á forystunni en þegar rúm hálf mínúta var eftir af leiknum skoraði Alexander Már Egan fyrir Selfoss og kom þeim í 23-24. Haukar fengu gott færi á síðustu sekúndunum en náðu ekki að nýta það og þar með lauk leiknum. Haukar töpuðu öðrum leik sínum í deildini, en liðið tapaði gegn FH 23-27 á heimavelli í 3. umferð.

Mörk Hauka:
Daníel Þór Ingason 9,
Hákon Daði Styrmisson 6,
Heimir Óli Heimisson 3,
Halldór Ingi Jónasson 3,
Atli Már Báruson 2.

Björgvin Páll varði 14 skot í marki Hauka í leiknum.

Mörk Selfoss:
Elvar Örn Jónsson 7,
Haukur Þrastarson 5,
Hergeir Grímsson 4, Teitur
Örn Einarsson 4,
Alexander Már Egan 3,
Atli Ævar Ingólfsson 1.

Í marki Selfoss: Sölvi Ólafsson varði 7 skot og Anadin Suljokovic varði 2.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2