fbpx
Sunnudagur, febrúar 25, 2024
HeimÍþróttirHandboltiJöfnunarmark á seinustu sekúndunni í Hafnarfjarðarslagnum

Jöfnunarmark á seinustu sekúndunni í Hafnarfjarðarslagnum

FH varð Hafnarfjarðarmeistari í handbolta 2017

FH mætti Haukum í Hafnarfjarðarmótinu nú í dag.

FH hafði yfirhendina í fyrri hálfleik og leiddu þeir leikinn með tveimur mörkum inn í seinni hálfleik, staðan 14-14. Haukar tóku völdin í seinni hálfleik. Haukar náðu þriggja marka forskoti í kringum miðjan seinni hálfleikinn og héldu forskotinu þangað til að þrjár mínútur voru eftir. FH-ingum náðu að jafna leikinn á 57. mínútu og náðu tveggja marka forystu þegar tæp mínúta var eftir. Haukar minnkuðu muninn niður í eitt mark og FH stillti í langa sókn. Sóknin varð of löng og dæmdi dómarinn leiktöf. Haukar brunuðu í sókn og komu skoti á mark sem Ágúst Elí varði en boltinn endaði hjá leikmanni Hauka og náði hann lokaskoti á seinustu sekúndunni sem endaði inni í markinu. Leiknum lauk 25-25.

FH varð Hafnarfjarðarmeistari en þrír leikir mótsins enduðu með jafntefli. FH vann aftur á móti Val 32-28 og Afturelding vann Hauka.

Mörk liðanna:

FH                                                               

Óðinn Þór Ríkharðsson-9
Einar Rafn Eiðsson-4
Arnar Freyr Ársælsson-3
Ísak Rafnsson-3
Ásbjörn Friðriksson-3
Þorgeir Björnsson-2
Ágúst Birgisson-1

Haukar

Heimir Óli Heimisson-8
Atli Már Bárusson-7
Halldór Ingi Jónasson-3
Hákon Daði Styrmisson-2
Þórarinn Leví Traustason-2
Brimir Björnsson-2
Andri Björn Ómarsson-1

Menn Leiksins í dag:

Vinstra horn: Arnar Freyr Ársælsson-FH
Vinstri skytta: Atli Már Bárusson-Haukar
Miðja: Ásbjörn Friðriksson-FH
Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson-FH
Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson-FH
Línumaður: Jóhann Karl Reynisson-FH
Markmaður: Björgvin Páll Gústavsson-Haukar
Varnarmaður: Heimir Óli Heimisson-Haukar

Leikir mótsins:

FH-Afturelding 30-30
Haukar-Valur 21-21

Afturelding vann Hauka

FH-Valur 32-28

FH-Haukar 25-25

Afturelding og Valur áttu einnig að mætast í dag en sá leikur fór ekki fram að ósk félaganna. Liðin mætast á næstu dögum í leik Meistarar meistaranna.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2