Það var margt sem benti til að kvennalið Hauka í handknattleik væri að leika sinn síðasta leik í sumar áður en þriðji leikur þess við Fram hófst. Fram hafði sigrað í fyrstu tveimur leikjunum en vinna þurfti þrjá leiki til að komast í úrslit.
En Haukar komu eldheitar til leiks og ætluðu greinilega ekki að láta slá sig út. Haukar voru miklu betra liðið í fyrri hálfleik og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Í byrjun síðari hálfleik komust þær í 17-10 og um miðjan hálfleikinn var munurinn 5 mörk. Fram saxaði svo hægt og rólega á forskot Hauka og jöfnuðu svo í 24-24 þegar um tvær mínútur voru eftir. Hvorugu liðinu tókst svo að skora og framlengja þurfti leiknum.
Aftur höfðu Haukar frumkvæðið en ekki munaði miklu og voru Haukar 2 mörkum yfir í hálfleik (2x 5 mín). Aftur söxuðu Fram á forskotið og jöfnuðu þegar 5 sekúndur voru eftir, 27-17.
Í síðari framlengingunni var það svo Fram sem hafði forskotið og náði 3 marka forskoti 30-27. Þetta bil náðu Haukar ekki að jafna og leiknum lauk með 3 marka sigri Fram, 31-28 og er liðið því komið í úrslit en lið Haukanna er komið í sumarfrí.
Grátlegt að 7 marka forysta Haukanna hafi ekki dugað.