fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimÍþróttirHandboltiHaukar rétt mörðu sigur á nýliðum Gróttu

Haukar rétt mörðu sigur á nýliðum Gróttu

Handboltavertíðin hófst í dag og fyrsti leikur karlaliðs Hauka var við nýliðana í Gróttu á heimavelli þeirra á Seltjarnarnesi.

Haukum sem margir hafa spáð Íslandsmeistaratitli gekk ekkert á móti nýliðunum sem byrjuðu betur og reyndar var svo að Haukar komust ekki yfir í leiknum fyrr en á síðustu mínútum hans. Mikil spenna var svo í lokin þegar staðan var jöfn, 19-19, en sennilega skilaði reynslan sér vel hjá Haukum því Heimir Óli Heimisson skoraði af línunni sigurmarkið og stigin fóru til Haukanna og nýliðarnir fengu ekkert þrátt fyrir glæsta baráttu.

Aron Kristjánsson sem aftur hefur tekið við liði Hauka hóf því deildarkeppnina með sigri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2