Haukar mæta Stjörnunni og FH tekur á móti Val í bikarkeppni kvenna

Dregið í bikarkeppni Handknattleikssambandsins - Haukar úr leik í karlakeppninni

Dregið hefur verið í 8-liða úrslitum í bikarkeppni Handknattleikssambands Ísland en í kvennaflokki komst FH áfram eftir sigur á ÍR 22-21 og Haukar völtuðu yfir HK 23-14 en báðir leikirnir voru leiknir 3. nóvember sl.

Haukar mæta Stjörnunni sem liðið gerði jafntefli við sl. þriðjudag en Haukar eru í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 19 stig en Stjarnan í því 6. með 10 stig.

1. deildar lið FH mætir Val, toppliði úrvalsdeildarinnar og verkefnið því strembið fyrir FH.

  • 19. febrúar kl. 19.30: Haukar – Stjarnan 
  • 20. febrúar kl. 19.30: FH – Valur

Í karlaflokki sækir FH Aftureldingu heim sem er í 5. sæti úrvalsdeildar með 15 stig en FH er í 3.-4. sæti með 20 stig. FH sigraði Víking í 16 liða úrslitum 31-20.

Haukar duttu út í 16 liða úrslitum er liðið tapaði fyrir Aftureldingu með einu marki.

  • 19. febrúar kl. 19.30: Afturelding – FH (leikurinn verður sýndur á RÚV)

Ummæli

Ummæli