fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH tryggði hvít handboltajól í Hafnarfirði

FH tryggði hvít handboltajól í Hafnarfirði

Skorðu 7 mörk í röð eftir að Haukar höfðu komist í 6 marka forystu

FH og Haukar mættust í Kaplakrika í Hafnarfjarðarslaginum í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Ávallt er mikið í húfi þegar liðin mætast, ekki síst í síðasta leik fyrir jól.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn en FH-ingar voru nær alltaf einu til tveimur mörkum á undan Haukunum sem fylgdu fast eftir. Staðan í hálfleik var 14-14.

Leikmenn Hauka komu ákveðnir úr búningsklefunum og náðu sex marki forskoti þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik í stöðunni 16-22. Þá kom ævintýranlegur kafli hjá FH eftir að Ágúst Birgisson náði að brjóta ísinn fyrir FH-inga sem skoruðu næstu sjö mörk leiksins og komust einu marki yfir 23-22. Fylgismenn FH-inga voru heldur betur með á nótunum og hvöttu sína menn á meðan aðeins dofnaði yfir stuðningsmönnum Hauka.

Þá tók við gríðarlega jafn og spennandi leikhluti þar sem FH var þó ávallt skrefinu á undan. Komust þeir í tveggja marka forskot þegar þrjár mínútur voru eftir, 29-27 en Haukar náðu að jafna í 29-29 og allt var á suðupunkti. FH-ingar fengu tæpa hálfa mínútu til að jafna og allt leit út fyrir jafntefli þegar Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Hauka varði á síðustu ekúndunum frá Einar Rafni Eiðssyni en boltinn féll út til Óðins Þórs Ríkharðssonar sem skoraði sigurmarkið bókstaflega á síðustu sekúndunni.

FH-ingar fengu að hvíla í samtals 12 mínútur og fékk Ísak Rafnsson rautt spjald undir lok leiksins. Haukar fengu aðeins tvær brottvísanir, samtals 4 mínútur.

FH vann líka fyrri leik liðanna á Ásvöllum með fjórum mörkum, 27-23.

Leikurinn í kvöld var jafnframt seinasti leikur liðanna á þessu ári og því geta FH-ingar talað um hvít jól eða svart-hvít jól.

Mörk FH skorðu:

Ásbjörn Friðriksson, 9 / 2
Einar Rafn Eiðsson, 5
Gísli Þorgeir Kristjánsson, 4
Ágúst Birgisson, 3
Óðinn Þór Ríkharðsson, 3
Jóhann Karl Reynisson, 2
Ísak Rafnsson, 2
Jóhann Birgir Ingvarsson, 1
Jakob Martin Ásgeirsson, 1

Ágúst Elí Björgvinsson varði 17 skot í marki FH.

Mörk Hauka skoruðu:

Hákon Daði Styrmisson, 7 / 3
Atli Már Báruson, 6
Daníel Þór Ingason, 6
Adam Haukur Baumruk, 3
Leonharð Þorgeir Harðarson, 3
Heimir Óli Heimisson, 2
Jón Þorbjörn Jóhannsson,1
Björgvin Páll Gústavsson, 1

Björgvin Páll Gústavsson varði 18 skot í marki Hauka

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2