FH taplaust í Hafnarfjarðarmótinu – lokaleikir á morgun

FH og Haukar mætast kl. 15 á laugardag

Frá leik FH og Hauka á Hafnarfjarðarmótinu 2017

Hafnarfjarðarmótið, sem er undirbúningsmót fyrir Íslandsmótið í handknattleik karla, fer fram þessa dagana í Kaplakrika. Þar keppa FH, Haukar, Afturelding og Valur.

Tveir af þremur keppnisdögum er lokið og er FH taplaust fyrir lokaleikinn gegn Haukum. Á mótinu í fyrra tapaði FH öllum þremur leikjum sínum en Haukar sigruðu á mótinu.

Næstu leikir

  • FH – Haukar, laugardag kl. 15
  • Valur – Afturelding, laugardag kl. 13

Úrslit

  • Haukar – Valur: 21-26
  • FH – Afturelding: 32-31
  • FH – Valur: 30-26
  • Haukar – Afturelding: 28-24

Staðan

FH              4
Valur          2
Haukar       2
Afturelding  0

Ummæli

Ummæli