FH og Selfoss mættust í öðtum leik Hafnarfjarðarmótsins í handbolta í kvöld. Selfyssingar þurftu að spila í blárri Hauka treyju vegna þess að þeir komu ekki með varabúning.
Leikurinn byrjaði af krafti og var FH yfir 2-1 eftir fyrstu mínútuna. Jafnt var í leiknum að stöðunni 10-10 þegar FH skoraði næstu 6 mörk. FH-ingar fóru síðan með 6 marka forystu inn í seinni hálfleikinn, 17-11.
Seinni hálfleikur var jafn í upphafi en eftir 10 mínútna leik fóru Selfyssingar að minnka muninn og komust í 22:20. Þeir náðu síðan forystunni er rúm mínúta var til leiksloka. FH náði að jafna þegar þrjátíu sekúndur voru eftir en það dugði ekki til því Selfyssingar skoruðu á seinustu sekúndu leiksins og unnu 29-28.
Mörk FH skoruðu:
Ásbjörn Friðriksson: 9
Einar Rafn Eiðsson: 8
Birgir Már Birgisson: 4
Bjarni Ófeigur Valdimarsson: 2
Birkir Fannar Bragason: 1
Hlynur Jóhannsson: 1
Jóhann Birgir Ingvarsson: 1
Jóhann Kalddal Jóhannson: 1
Arnar Freyr Ársælsson: 1
Mörk Selfoss skoruðu:
Guðni Ingvarsson: 8
Sverrir Pálsson: 5
Hergeir Grímsson: 5
Einar Sverrisson: 3
Richard Sæþór Sigurðsson: 3
Árni Steinn Steinþórsson: 2
Matthías Örn Halldórsson: 2
Guðjón Baldur Ómarsson: 1