Eins og stendur er kvennalið Hauka í næst neðsta sæti í úrvalsdeildinni í handbolta með 12 stig þegar 4 umferðir eru eftir.
Á liðið eftir leiki við neðsta liðið, Aftureldingu sem hefur tapað öllum sínum leikjum og KA/Þór og ÍBV sem eru með 14 stig í sætunum fyrir ofan auk leiks við Fram sem er með 32 stig í efsta sæti.
Það er því í hendi leikmanna Hauka, helst að sigra þrjá af síðustu fjórum leikjum og losna við að lenda í umspili við liðin í 2.-4. sæti í 1. deild um áframhaldandi setu í úrvalsdeild.
Heimaleikir:
- 29. feb. kl. 16.30: Haukar – KA/Þór
- 4. apríl kl. 16.00: Haukar – Afturelding
FH konur með góða möguleika á úrvalsdeildarsæti
FH konur eru í 2. sæti í 1. deild kvenna með 31 stig þegar 4 umferðir eru eftir. Fram U er efst með 36 en félag getur ekki átt tvö lið í úrvalsdeild svo ef FH heldur sínu sæti fer það sjálfkrafa upp í efstu deild.
Selfoss er aðeins 3 stigum á eftir með 28 stig en FH á eftir leik við Selfoss á föstudaginn í Kaplakrika, við ÍBV U sem er í 6. sæti, Gróttu sem er í 4. sæti og við Stjörnuna U sem er í 9. sæti.
Heimaleikir:
- 28. feb. kl. 19.30: FH – Selfoss
- 31. mars kl. 19:30: FH – Grótta
Bæjarbúar eru hvattir til að styðja vel við bakið á stelpunum, a.m.k. í heimaleikjum þeirra og vonandi munum við eiga tvö lið í úrvalsdeild á næstu leiktíð.