FH komið í aðra umferð í Evrópukeppninni

Samanlagður sigur tryggði FH annan leik í keppninni

Birgir Már Birgisson skoraði 7 mörk.

FH mætti RK Dubrava í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni EHF bikarsins í handbolta. FH hafði betur í fyrri leik liðanna í Króatíu og vann leikinn þar með 4 mörkum, 29:33.

Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur og náðu FH-ingar fjögurra marka forskoti um miðjan hálfleikinn en eftir það skoruði FH ekki næstu 8 mínútur og náðu Króatar að jafna í 10:10. Halldór tók síðan leikhlé og eftir það náðu FH-ingar aftur að skora og náðu fimm marka forskoti, 16:11. Staðan í hálfleik var 16:14.

FH hélt forskotinu meiri hluta seinni hálfleiksins en Króatar tóku völdin undir lok leiks og unnu leikinn með tveggja marka mun, 30:32. Þrátt fyrir tapið vann FH samanlagt viðureignir liðanna með tveimur mörkum, 63:61.

Með sigrinum mætir FH SL Benfica frá Portúgal 6. eða 7. október.

Mörk FH:

Birgir Már Birgisson – 7
Arnar Freyr Ársælsson – 7
Bjarni Ófeigur Valdimarsson – 5
Ásbjörn Friðriksson – 4
Einar Rafn Eiðsson – 3
Ágúst Birgisson – 2
Jóhann Birgir Ingvarsson – 1
Jóhann Karl Reynisson – 1

Birkir Fannar Bragason varði átta skot í markinu.

Ummæli

Ummæli