FH fær sænskan leikstjórnanda til liðs við félagið

KVennalið FH leikur í úrvalsdeildinni í vetur

Zandra Jarvin

Zandra Jarvin hefur samið við handknattleiksdeild FH til næstu tveggja ára. Zandra sem er tvítug er öflugur leikstjórnandi sem hefur leikið undanfarin ár með sænska liðinu Spårvägen HF og einnig hefur hún leikið með yngri landsliðum Svíþjóðar.

FH, sem lék í 1. deildinni sl. leiktíð mun nú leika í úrvalsdeildinni eftir að hafa lent í öðru sæti í 1. deildinni.

„Við FH-ingar erum svakalega spenntir fyrir þessum leikmanni“, sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift samningsins. „Við höfum séð fjölmarga leiki með henni og fær hún einnig mjög góð meðmæli frá þjálfurum í Svíþjóð. Hún mun án efa styrkja okkur verulega. Við ætlum okkur góða hluti í Olísdeildinni næsta vetur og munum áfram byggja á þeim ungu og öflugu stelpum sem hafa fengið sviðið í Grill66 deildinni undanfarin ár en eru núna tilbúnar á stóra sviðið í Olísdeildinni. Það eru spennandi tímar framundan hjá meistaraflokki kvenna en markmiðið er að styrkja liðið enn frekar fyrir átökin í haust,“ sagði Ásgeir formaður að lokum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here