fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimÍþróttirHandboltiBæði Haukaliðin í undanúrslit bikarkeppninnar í handbolta

Bæði Haukaliðin í undanúrslit bikarkeppninnar í handbolta

Kvennalið Hauka sigraði Fjölni örugglega í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld en leikið var í Dalhúsum. Eftir að hafa leitt 14-9 í hálfleik settu Haukakonur í fluggírinn og sigruðu síðan með 14 marka mun 33-20.

Haukar höfðu áður sigrað ÍBV 39-25 eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik.

Auk Hauka verða Valur, Fram og KA/þór sem leika í undanúrslitum 4. og 7. mars.

Karlalið Hauka sigraði Fjölni örugglega 26-21 eftir að hafa verð 15-8 yfir í hálfleik. Áður höfðu Haukar unnið Val 30-26.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2