fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimÍþróttirHandboltiAron Kristjánsson tekur á ný við karlaliði Hauka í handknattleik

Aron Kristjánsson tekur á ný við karlaliði Hauka í handknattleik

Sjö ár síðan hann þjálfaði liðið síðast

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Aron Kristjánsson um þjálfun karlaliðs Hauka að loknu yfirstandandi tímabili. Aron tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni sem er að ljúka sínu 5 tímabili með Haukaliðið.

Aron þjálfaði Hauka í þrjú árangursrík tímabil en tímabilið 2009-2010 vann liðið alla titla sem í boði voru í íslenskum handknattleik. Þá fór Aron til Þýskalands og tók við liði Hannover Burgdorf en snéri aftur til Hauka fyrir leiktíðina 2011-2012.

Aron þjálfaði Hauka síðast fyrir 7 árum og hefur víða komið við síðan þá. Frá þeim tíma hefur hann þjálfað íslenska landsliðið, KIF Kolding Kaupmannahöfn og Álaborg í Danmörku. Í dag þjálfar hann landslið Bahrain.

„Við Haukamenn eru gríðarlega ánægðir með að hafa náð samkomulagi við Aron um að þjálfa Haukaliðið og þar með tryggja okkur afar færan þjálfara til að halda okkur áfram í fremstu röð. Hann mun einnig stýra þeirri uppbyggingu sem við erum í á okkur efnilegu íþróttamönnum,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksmaður Hauka við ráðningu Arons.

„Ég hlakka mikið til að takast á við komandi verkefni með Haukum. Það verður gaman að þjálfa liðið aftur og taka þátt í frekari uppbyggingu á handboltanum í Haukum og vinna með þeim efnivið sem er til staðar í félaginu,“ sagði Aron Kristjánsson við undirritun samningsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2