fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFrjálsarTveir FH-ingar börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fimmþraut

Tveir FH-ingar börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fimmþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Laugardalshöll um helgina.

Tvær konur voru skráðar til leiks í fimmtarþraut, FH-ingarnir María Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir.

María Rún sigraði og hlaut 4.169 stig sem er hennar besti árangur. Hún sigraði í fjórum af fimm greinum en Þórdís vann 800 metrana eftir skemmtilega keppni og góða samvinnu hjá stelpunum. María bætti sig í einni grein og var við sitt besta í hinum greinunum.

Þórdís Eva hlaut 3.715 stig fyrir sína þraut og bætti sinn persónulega árangur í tveimur af fimm greinum.

Árangur Maríu Rúnar:

Grein Árangur Stig
60 m grindahlaup 8,72 sek 969
Hástökk 1,72 m 879
Kúluvarp 12,88 m 719
Langstökk 5,90 m 819
800 m hlaup 2:22,99 783

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2