Í gær var haldið fyrsta frjálsíþróttamót ársins í Kaplakrika.
Þetta var innanfélagsmót og einungis keppt í 1.000 m hlaupi karla og kvenna. Þá kepptu í fyrsta sinn fyrir FH þau Hlynur Ólason, sem kom til FH frá ÍR og Íris Anna Skúladóttir sem kom úr Fjölni.
Hlynur er 20 ára og mjög efnilegur, hljóp best 31:50 í 10 km götuhlaupi í fyrra en er að stefna núna á að bæta sig á vegalengdum frá 800 til 5.000 m.
Íris Anna er 32 ára fjögurra barna móðir, sem er búin að æfa með FH-hópnum frá sl. sumri. Hún var á árum áður í landsliðinu í 1.500 til 10.000 m og átti Íslandsmetið í 3.000 m hindrunarhlaupi í mörg ár áður en Andrea Kolbeinsdóttir bætti það. Hún er jafnframt góður götu- og utanvegahlaupari, á best 16:50 í 10 km og 1:23 í hálfmaraþoni og varð þriðja í Laugavegshlaupinu sl. sumar á 5:20 klst. Íris Anna hefur æft mjög vel undanfarið og hyggur á endurkomu í millivegalengdum að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar, þjálfara þeirra.
1.000 m hlaup kvenna
Keppnin í 1.000 m hlaupi kvenna var mjög spennandi milli og Elína Sóleyjar Sigurbjörnsdóttur og Ísoldar Sævarsdóttur sem er eitt mesta efni landsins í dag. Ísold sigraði eftir æsispennandi endasprett í keppni við Elínu.
- Ísold Sævarsdóttir FH: 2,59.02 mín
- Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir FH: 2,59.10 mín
- Íris Anna Skúladóttir FH: 3,03.05 mín
- Íris Dóra Snorradóttir FH: 3,12.98 mín
1.000 m hlaup karla
Í karlahlaupinu leiddi Valur Elli Valsson fyrstu fjóra hringina en Hlöðver Jóhannsson og Sigurgísli Gíslason voru í miklum ham á lokahringnum og fóru fram úr honum og Hlöðver nokkuð örugglega. Hlynur meiddist í hlaupinu og varð að hætta.
- Hlöðver Jóhannsson FH: 2,42.85 mín.
- Sigurgísli Gíslason FH: 2,43.82 mín.
- Valur Elli Valsson FH: 2,45.82 mín
- Nick Gísli Janssen FH: 3,08.78 mín
- Hlynur Ólason FH: dnf
Leiðrétt úrslit kl. 17:30