Fimmtán FH-ingar í 84 manna úrvalshópi FRÍ

Arndís Diljá Óskarsdóttir er ein FH-inganna í úrvalshópnum. - Ljósm.: FRÍ

Úrvalshópur FRÍ, 15-19 ára hefur verið uppfærður með árangri frá innanhússtímabilinu en hátt í 15 íþróttamenn bættust við og eru 84 íþróttamenn í hópnum, þar af 15 úr frjálsíþróttadeild FH.

Vegna hertra samkomutakmarkana var æfingabúðum frestað en þess í stað verður boðið upp á fjarfyrirlestra fyrir íþróttamenn úrvalshópsins.

Fyrsti fjarfyrirlesturinn er „Leiðin til afreka“ með Ásdísi Hjálmsdóttur Annerud og verður hann 13. apríl.

FH-ingarnir sem eru í úrvalshópnum:

Nafn Grein
Ari Bergmann Ægisson 200 m hlaup
Arndís Diljá Óskarsdóttir kúluvarp, kringlukast og spjótkast
Birta María Haraldsdóttir 60 og 200 m hlaup og hástökk
Dagur Traustason 1500 m hlaup
Elías Óli Hilmarsson hástökk
Helgi Hrannar Smith 400 m hlaup
Jason Sigþórsson 100 m grindahlaup
Katrín Kristjánsdóttir hástökk og 80 m grindahlaup
Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir hástökk
Rut Sigurðardóttir 100 og 200 m hlaup
Stefán Torrini Davíðsson 60, 200, 400 og 800 m hlaup
Úlfheiður Linnet 800 m hlaup
Valdimar Hjalti Erlendsson kúluvarp
Vigfús Nói Birgisson hástökk, spjótkast og kúluvarp
Þórdís Ösp Melsted þrístökk og sleggjakast

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here