fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFrjálsarFH þrefaldir bikarmeistarar í frjálsum

FH þrefaldir bikarmeistarar í frjálsum

FH-ingar sigruðu í tólf greinum og unnu öruggan sigur í kvenna-, karlaflokki og samanlagt

55. Bikarkeppni FRÍ var haldin 13. ágúst sl. og urðu FH-ingar þrefaldir bik­ar­meistarar.

FH sigraði karla-, kvenna- og heildarstigakeppnina og vann alls tólf greinar. Í heildarstiga­keppninni hlutu FH-ingar 110 stig, ÍR-ingar urðu í öðru sæti með 90 stig og Breiðablik í því þriðja með 75 stig.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) setti mótsmet í sleggjukasti kvenna er hún kastaði 60,94 metra.

Setti aldursflokkamet

Sama dag fór einnig fram Bikar­keppni 15 ára og yngri en þar sigruðu Skarphéðinsfélagar sem urðu þrefaldir bikarmeistarar. Þau hlutu alls 81,5 stig og unnu samtals ellefu greinar. Í öðru sæti var lið ÍR með 72 stig og FH í því þriðja með 66,5 stig.

Freyja Nótt Andradóttir, FH setti ald­urs­flokkamet í 100 metra hlaupi í 12 ára flokki og kom hún í mark á 12,66 sek.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2