fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarFH bikarmeistari í frjálsíþróttum innanhúss

FH bikarmeistari í frjálsíþróttum innanhúss

FH varð bikarmeistari innanhúss á 17. bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum en mótið var haldið í Kaplakrika sl. laugardag.

Liðið hlaut 104,5 stig og vann í bæði karla- og kvennakeppninni. ÍR varð í öðru sæti með 78 stig og Breiðablik í þriðja sæti með 66 stig. Sjö lið tóku þátt í mótinu: Ármann, Breiðablik, FH A, FH B, sameiginlegt lið Fjölnis og UFA, HSK og ÍR.

Tvö mótsmet voru sett á mótinu. Irma Gunnarsdóttir, FH setti mótsmet í þrístökki kvenna er hún varð bikarmeistari er hún stökk 13,16 metra. Irma varð einnig bikarmeistari í kúluvarpi með nákvæmlega sömu lengd, 13,16 metra.

Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH setti mótsmet í 60 metra metra hlaupi er hann hljóp á 8,81 sekúndum. Kolbeinn varð einnig bikarmeistari í 400 metra hlaupi á 47,87 sekúndum sem er besti tími Íslendings í ár.

Í sigurliði FH-A kepptu þau:

Ari Sigþór Eiríksson
Daníel Ingi Egilsson
Fjölnir Brynjarsson
Guðmundur Heiðar Guðmundsson
Irma Gunnarsdóttir
Íris Anna Skúladóttir
Ísold Sævarsdóttir
Kolbeinn Höður Gunnarsson
Naomi Sedney
Svanhvít Ásta Jónsdóttir
Tómas Gunnar Gunnarsson Smith

Úrslit frá mótinu má finna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2