fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÍþróttirFótbolti2. flokkur Hauka upp í A-deild

2. flokkur Hauka upp í A-deild

Gerðu jafntefli við Val/KH í næst síðasta leik

Strákarnir í 2. flokki Hauka gerðu 1-1 jafntefli við sameiginlegt lið Vals og KH í gærkvöldi á Ásvöllum en það dugði þeim til að tryggja sigur í Íslandsmótinu í knattspyrnu í B-deild en ein umferð er eftir.

Hefur liðið aðeins tapað 2 leikjum og gert 3 jafntefli.

Jón Helgi Pálmason skoraði fyrir Hauka á 43. mínútu en hann er einn margra FH-inga sem gegnu til liðs við Hauka í vor.

Jón Arnar Stefánsson jafnaði svo fyrir Val/KH á lokamínútu venjulegs leiktíma og fleiri urðu mörkin ekki.

Svekkjandi úrslit fyrir Hauka sem fengu deildarmeistarabikarinn í leikslok.

Ánægður 2. flokkur hópa með bikarinn – Ljósmynd: Margrét Karlsdóttir

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2