Trampólínin farin að fjúka í Hafnarfirði

Trampólínið endað á göngustígnum. Mynd: Ása Magnea

Haustið lætur vita hressilega af sér í dag og víða er bæði rigning og rok.

Endalaust er verið að minna þá sem eru með trampólín í garðinum sínum að festa þau vel, en það virðist ekki duga til því nú fyrir stuttu var eitt slíkt á flugi í Áslandi 3.

Segir Ása Magnea Vigfósdóttir að það hafi komið fljúgandi á móti sér þar sem hún var í göngutúr með hundinn sinn. Endaði það á gangstéttinni á mótum Brekkuáss og Furuáss.

Er fólk hvatt til að tryggja að trampólín og aðrir lausamunir séu tryggir og fjúki ekki af stað.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here