Trampólínin farin að fjúka í Hafnarfirði

Trampólínið endað á göngustígnum. Mynd: Ása Magnea

Haustið lætur vita hressilega af sér í dag og víða er bæði rigning og rok.

Endalaust er verið að minna þá sem eru með trampólín í garðinum sínum að festa þau vel, en það virðist ekki duga til því nú fyrir stuttu var eitt slíkt á flugi í Áslandi 3.

Segir Ása Magnea Vigfósdóttir að það hafi komið fljúgandi á móti sér þar sem hún var í göngutúr með hundinn sinn. Endaði það á gangstéttinni á mótum Brekkuáss og Furuáss.

Er fólk hvatt til að tryggja að trampólín og aðrir lausamunir séu tryggir og fjúki ekki af stað.

 

Ummæli

Ummæli