fbpx
Miðvikudagur, maí 22, 2024
HeimFréttirSvekkjandi jafntefli – Haukar gegn Alinsgås: 24-24

Svekkjandi jafntefli – Haukar gegn Alinsgås: 24-24

Haukar voru með 8 marka forskot í síðari hálfleik!

Haukar mættu sænska liðinu Alingsås HK í fyrri leik annarrar umferðar í Evrópukeppninni í handbolta á Ásvöllum á laugardaginn.

Eftir að hafa tapað fyrstu 4 leikjunum í Íslandsmótinu sýndu Haukar loksins klærnar og sigruðu Akureyri sannfærandi á útivelli og því kom ekkert sérstaklega á óvart að Haukar léku vel í upphafi leiksins gegn Alingsås. En Haukar gerðu raun enn betur, léku eins og þeir gera best og kannski kom lítil mótstaða sænska liðsins á óvart, liðs sem er á toppi sænsku deildarinnar. Haukar voru einfaldlega miklu betri og og í upphafi síðari hálfleiks leit allt út fyrir að Haukar myndu rúlla yfir Svíana enda voru Haukar þá komnir með 8 marka forskot og gátu aukið það í 9 mörk.

haukar-alingsas-handbolti-36En þá vöknuðu Svíarnir, markmaður þeirra fór að verja nokkur skot en hafði nánast ekki varið bolta hálfan leikinn. Svíarnir léku agaðan leik og skoruðu hvert markið af fætur öðru úr föstum leikatriðum og hraðaupphlaupum og náðu að jafna í 21-21 þegar 7 mínútur voru eftir. Komust Svíarnir í tveggja marka forskot 23-21 en þá klóruðu Haukar í bakkann og og skoruðu þrjú mörk í röð og komust aftur yfir en Svíarnir jöfnuðu á lokamínútunni 24-24.

Hrikalega svekkjandi fyrir Haukana sem eiga erfiðan leik fyrir höndum í Alingsås á sunnudaginn.

Janus Daði Smárason var markahæstur Hauka með 8 mörk og Adam Haukur Baumruk með 6 mörk.

Jesper Konradsson var markahæstur í liði Alingsås með 8 mörk og Magnus Persson með 4 mörk.

Giedrius Morkunas varð 15 skot í marki Hauka og Rickard Fisk varði 13 skot í marki Alingsås.

Frekar þunnskipað var á áhorfendapöllunum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2