fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirRimmugýgur tekur við Víkingahátíðinni

Rimmugýgur tekur við Víkingahátíðinni

Víkingahátíðirnar verða haldnar á Víðistaðatúni

Jóhannes Viðar Bjarnason, gjarnan nefndur fjörugoðinn, hefur tilkynnt að um hafi samist að Rimmugýgur taki við rekstri Víkingahátíðarinnar sem fyrir löngu er orðin heimsfræg.

Jóhannes Viðar Bjarnason

„En í tímanna rás hefur þetta orðið fastur liður hér í Hafnarfirði og nú hef ég ákveðið að láta unga ferska menn sem eru búnir að standa mér við hlið sumir frá byrjun  taka við kyndlinum varðandi alla framkvæmd. Þessi hópur telur yfir 200 félaga flestir héðan úr Hafnarfirði og hópurinn kallar sig Rimmugýg,“ segir Jóhannes Viðar í tilkynningu.

Segir hann að stofnendur þessa félags hafi verið starfsmenn sínir og hann fyrsti heiðursfélagi þessa hóps þannig þetta fari vonandi ekkert langt frá honum.

Rimmugýgur ætlar að halda sér við að halda hátíðina í kringum þjóðhátíðarhelgina eins og alltaf hefur verið en hún flyst nú á Víðistaðatún.

Í tilkynningu til stuðningsaðila hátíðarinnar óskar hann Rimmugýg allra heilla og velfarnaðar og þakkar fyrir þann stuðning í gegnum árin og þann hlýhug og tryggð sem stuðningsaðilar hafi sýnt sér sem hann fái aldrei fullþakkað.

Blómlegt í Víkingþorpinu og á Hliði

„Nú losnar aðeins um mig en ég er svo sem ekkert að leggjast í helgan stein því hér á bæ hefur rekstur sjaldan verið blómlegri, bæði hér í víkingaþorpinu sem dætur mínar eru komnar meir hér við stjórnvölinn og svo fæ ég að vera hér með þeim til halds og traust.“

Jóhannes hefur einnig byggt upp á Hliði á Álftanesi sem hefur stækkað töluvert og verður fullklárað í sumar. Þar verða þá 25 vel útbúin herbergi með 80 manna veitingastað. Segir Jóhannes Viðar að reyndar til útlendinga kalli þau staðinn „Fisherman´s Village“, enda var þarna stórútgerð fyrr á öldum og reynt sé að ná þjóðlegum blæ á þennan fallega stað þó engir víkingar verði þar.

Rimmugýgur

Víkingahátíð við Fjörukrána

Víkingafélagið Rimmugýgur var stofnað við Öxarárfoss á Þingvöllum 7. júní 1997 en félagið er áhugamannafélag um menningu og bardagalist víkinga.

Hafsteinn Kúld Pétursson einn stofnenda Rimmugýgs og nú formaður.

Fyrsta Víkingahátíðin í Hafnarfirði 1995 virðist hafa kveikt áhugann hjá þeim enda höfðu margir forsprakkar félagsins unnið hjá Fjörukránni sem hélt Víkingahátíðina ásamt Flugleiðum og Hafnarfjarðarbæ. Tók félagið formlega þátt í fyrstu víkingahátíðinni 1997 en undirbúningur hófst þó strax 1996.

Hélt félagið veglega afmælishátíð sl. sumar á Víðistaðatúni þar sem fyrsta víkingahátíðin var haldin.

Hafsteinn Kúld Pétursson er forsvarsmaður Rimmugýgs og einn af stofnendum félagsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2