fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirPólitíkFordæmir vinnubrögð við lokun ungmennahúss og uppsagnir

Fordæmir vinnubrögð við lokun ungmennahúss og uppsagnir

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði fordæmir þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður Ungmennahúsið Hamarinn og gerræðislegar uppsagnir starfsfólks.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Vinstri grænna í Hafnarfirði frá 2. júní sl.

„Í Ungmennahúsinu Hamrinum hefur verið unnið mikið og faglegt starf sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús í landinu og vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Fyrirmyndarverkefni hafa verið unnin af starfsfólki Hamarsins sem hefur m.a. eflt og stutt við jaðarsetta hópa og gefið þeim sjálfstraust til þess að vera virkir þátttakendur í samfélaginu í Hafnarfirði og víðar.

Stjórn Vinstri grænna í Hafnarfirði skorar á bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að samþykkja ekki tillögu þá sem kynnt var í fjölskyldu- og fræðsluráði 29. maí sl. án nokkurs samráðs við börn og ungmenni í Hafnarfirði og einnig að uppsagnir starfsfólks verði dregnar til baka.

Stjórn VG í Hafnarfirði fagnar þeim áhuga að styðja enn betur við félagsstarf fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 24 ára í Hafnarfirði og hvetur því bæjarfulltrúa til að samþykkt verði að fara í vinnu við rýni og þróun á félagsstarfi fyrir ungt fólk. Lykilatriði í þeirri vinnu er aðkoma Ungmennaráðs Hafnarfjarðar og þess mikla mannauðs sem komið hefur að þeirri uppbygginu sem þegar hefur verið í starfi með ungu fólki,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2