fbpx
Mánudagur, maí 20, 2024
HeimFréttirNýr glæsilegur íþróttasalur vígður á Ásvöllum

Nýr glæsilegur íþróttasalur vígður á Ásvöllum

Í fullri eigu Hafnarfjarðarbæjar og fékk nafnið Ólafssalur

Það voru merk tímamót í íþróttasögu Hafnarfjarðar er nýr íþróttasalur var vígður á Ásvöllum í dag, á 87 ára afmæli Hauka. Salurinn er sérstaklega hannaður sem körfuknattleiksvöllur og nefndur eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, fyrrum formanni ÍSÍ og Haukamanni.

Hægt er að skipta salnum í tvennt og reiknað með að salurinn verði einnig notaður undir skólaleikfimi og mun leysa úr brýnni þörf á húsnæði fyrir íþróttastarfsemi Hauka.

Þessi ungi Haukamaður var ánægður með ömmu sinni

Húsið er ekki að fullu tilbúið að utan en að innan er það fullbúið fyrir utan að skipta þarf út aðalkörfum vallarins sem ekki munu standast staðla. Þá er eftir að koma fyrir áhorfendapöllum.

Frosti Valgarðsson gat vart beðið eftir því að athöfninni lyki svo hann gæti farið að æfa

Fulltrúar S.Þ. verktaka afhentu á táknrænan hátt lykil af húsinu til bæjaryfirvalda sem afhentu svo formanni Hauka hann. Ýmsir fluttu ávarp og fögnuðu tímamótunum en athygli vakti er Gerður Guðjónsdóttir, ekkja Ólafs Rafnssonar, flutti ávarp og afhenti Haukum eina milljón kr. til hugarþjálfunar en styrkurinn er veittur úr minningarsjóði Ólafs Rafnssonar.

Þá blessaði sr. Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Átjarnarkirkju salinn.

Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina, fulltrúar hönnuða og verktaka, stjórnmálamenn, fulltrúar íþróttasamtaka, Haukafólk og fleiri gestir.

Við athöfnina var einnig skrifað undir nýjan rekstrarsamning Hafnarfjarðarbæjar við Hauka þar sem gert er ráð fyrir rekstri hins nýja húss.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2