fbpx
Sunnudagur, febrúar 25, 2024
HeimÍþróttirFótboltiÍslandsmeistarar mæta 1. deildar liði í bikarnum

Íslandsmeistarar mæta 1. deildar liði í bikarnum

Hvað gerir FH gegn Leikni?

FH mætir Leikni Reykjavík í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í Kaplakrika föstudaginn 28. júlí kl.19:15. Leiknismenn eru að fara í fyrsta sinn í sögu félagsins í undanúrslit bikarkeppninnar.

FH sigruðu Fylki í 8-liða úrslitum með einu marki gegn engu er Halldór Orri Björnsson skoraði mark á 87. mínútu leiksins og tryggði FH sigrinum.
Leiknir Reykjavík leikur í 1. deild og er í 8. sæti, átta stigum frá toppliði Fylkis. Leiknir urðu seinastir inn í undanúrslitin eftir sigur gegn ÍA í framlengdum leik á heimavelli Leiknis en leikurinn fór 2-1.

Stjarnan og ÍBV mætast í hinum undanúrslitaleiknum 27. júlí kl 19:15.

Í kvennaflokki mætir Stjarnan Val og ÍBV mætir Grindavík. Þeir leikir fara fram 13. ágúst
kl. 14.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2