Heitt vatn steymdi stríðum straumum upp um malbikið – MYNDBAND

Enn heitavatnslaust í Setbergi

Um kl. 16 í dag féll þrýstingur á heitu vatni efst í Setbergi og nokkru síðar fór vatn að streyma upp á götu í Hlíðarbergi, rétt innan við Holtaberg. Jókst rennslið stöðugt þar til stórt gat var komið í malbikið og vatn og möl sullaðist upp og gatan hvarf í gufu.

Söngvarinn Bjarni Arason var einn íbúa sem fann til keilur og setti á götuna.

Skv. upplýsingum frá Veitum að bilun hafi upp í lokum við Kaplakrika og við það jókst þrýstingur í kerfinu. Talið er að það sé orsök þess að lagnir gáfu sig, ekki aðeins í Hlíðarbergi heldur einnig á Vesturgötu skammt frá Bungalowinu, á Öldugötu og við inntak á Hrafnistu. Tókst að laga það síðast nefnda fremur fljótt en um klukkustund leið þar til starfsmenn veitna komu í Hlíðarbergið og skrúfuðu fyrir, en dæluhús er á horni Hlíðarbergs og Holtabergs.

Gríðarlegur kraftur var í vatninu og hávaði þegar það flæddi upp ásamt möl.

Íbúar vísuðu bílum frá og fundu til keilur til að loka götunni enda rann undan malbikinu og sjóðandi vatn rann niður götuna.

Um 19:30 var heitt vatn komið á í Hafnarfirði en heitavatnslaust var á hluta Öldugötu og í Setbergi.

Slökkviliðið kom á staðinn nokkrum mínútum eftir að skrúfað var fyrir.

Upp úr kl. 20 í kvöld var vatni hleypt á lagnir á Öldugötu en enn er heitavatnslaust í hluta Setbergi.

Starfsmenn Veitna komu klukkutíma eftir að bilun varð til að skrúfa fyrir vatnið.

Viðgerð gæti staðið áfram til miðnættis eða frameftir nóttu en grafa þurfi götuna upp og síðan munu einhverjar lagfæringar þurfa að fara fram á götunni.

Íbúar reyndu að stöðva rennsli heita vatnsins inn á lóð.

Vatn flæddi einnig inn í garða en íbúar beittu skóflum til að stoppa vatnsflóðið.

Vatn flæddi einnig upp á Vesturgötu en þó í minna mæli en í Setberginu.

Ummæli

Ummæli