fbpx
Miðvikudagur, júní 12, 2024
HeimFréttirGuðni hljóp í Forsetahlaupinu

Guðni hljóp í Forsetahlaupinu

Ástþór og Helga létu sig ekki vanta

Forsetahlaup UMFÍ fór fram á Álftanesi í frábæru veðri á uppstigningadag. Það var logn á Álftanesi þegar hlaupið var hvort sem fólk vill trúa því.

Vel á þriðja hundrað þátttakendur sprettu úr spori í hlaupinu. Hlaupið var fyrir alla fjölskylduna, allskonar fólk og allskonar fætur, að sögn skipuleggjenda en það var Skokkhópur Álftaness sem hafði veg og vanda af framkvæmd þess.

Áherslan í hlaupinu var á gleði og samvinnu, hreyfingu og samveru – hinn eiginlega ungmennafélagsanda og engin klukka í markinu.

Þetta var í þriðja sinn sem Forsetahlaup UMFÍ er haldið og annað skiptið sem það er á Álftanesi. Hlaupið er haldið í samstarfi við embætti forseta Íslands, Ungmennafélag Álftaness og Skokkhóp Álftaness.

Forsetinn sem fékk númerið 1 og hafnfirsku bræðurnir Ásbjörn og Þorvarður Jónssynir fengu nr. 2 og 3.

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í upphitun og fór létt með 5 kílómetra sprettinn frá Íþróttamiðstöðinni, að Bessastöðum og til baka. Gaf hann sér góðan tíma á leiðinni, aðstoðaði á drykkjarstöð á leiðinni, heilsaði upp á mann og annan og skellti handarkveðju á fjölmarga á leiðinni í markið.

Tveir skokkhópar Pólverja sem búa á Íslandi tóku þátt. Annar þeirra er hópurinn Zimnolubni Islandia, sem er hópur fólks sem stundar kuldaböð og sjósund.

Margir hlaupahópar með hress og skemmtileg nöfn áttu fulltrúa í hlaupinu. Þar á meðal voru Garðbæingurinn í lauginni, hlaupahópar frá FH, KR og Stjörnunni, Víkingi, Njarðvík, Hlaupasamfélag Sigga P. og tveir skokkhópar Pólverja sem búa á Íslandi. Annar þeirra er hópurinn Zimnolubni Islandia, sem er hópur fólks sem stundar kuldaböð og sjósund.

Ástþór Magnússon kom brosandi í mark eftir að hafa gefið sér góðan tíma í hlaupið.

Tveir frambjóðendur tóku þátt, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir og komu bæði brosandi í mark.

Gísli Guðmundson, Guðni Th. Jóhannesson og Guðni Gíslason

Að hlaupi loknu var blásið til bæjarhátíðarinnar Forsetabikarinn.

Hafnfirðingarnir Sveindís Anna Jóhannsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir létu sig ekki vanta.

Allir þátttakendur fengu þátttökuverðlaun, þar á meðal forseti Íslands, sem var að sjálfsögðu með númerið 1.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2