Flúði með stunguáverka inn í fjölbýlishús á Völlunum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglunni var á öðrum tímanum sl. nótt tilkynnt um óeðlilega hegðun í fjölbýlishúsnæði í Völlunum. Þegar lögregla kom á vettvang var þar karlmaður með stunguáverka en hann hafði flúið undan árásarmanninum inn í húsið. Karlmaðurinn er ekki talinn vera í lífhættu en hann var lagður inn á sjúkrahús til aðhlynningar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Ökumaður flúði af vettvangi

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um umferðaróhapp á Lækjargötu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði flúið af vettvangi en síðar kom í ljós að bifreiðin var stolin. Minniháttar skemmdir voru á bifreiðinni. Ekki kom fram í tilkynningu lögrelgunnar hvort ökumaðurinn hafi náðst.

 

 

Ummæli

Ummæli