fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH sigraði Breiðablik

FH sigraði Breiðablik

Kristján Flóki skoraði tvö mörk

FH hafði betur gegn Breiðablik í kvöld í Úrvalsdeild karla í knattspyrnu en leikurinn fór 2-1 FH í vil. FH er nú komið upp í þriðja sætið með 17 stig, þremur stigum frá toppliði Vals. Þetta var fyrsti leikur 11. umferðar og eiga því Valsmenn leik til góða.

Kristján Flóki Finnbogason skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu er hann lagði boltann til Bergsveins Ólafssonar hægra megin á vellinum sem sendi boltann aftur til Kristjáns sem skallaði boltanum inn í markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

FH ekki lengi að jafna

Blikar jöfnuðu á 63. mínútu leiksins eftir skot frá Gísla Eyjólfssyni á miðjum vallarhelmingi FH, skot hans endaði í horninu niðri vinstra megin.

Eingöngu fimm mínútum síðar fengu FH horn sem Blikar skölluðu burt úr teignum, Lennon náði boltanum þar og fer framhjá varnarmanni Blika og sendir hann inn í teig þar sem Kristján Flóki bíður og skallar boltanum enn aftur í markið.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn með tveim mörkum frá Kristjáni Flóka sem dugðu gegn einu marki frá Blikum.

Leiknum var flýtt vegna leik FH gegn meisturum Færeyja í Meistaradeild UEFA sem verður miðvikudaginn 12. júlí í Kaplakrika

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2