Knattspyrnudeild FH undirritaði í dag tveggja ára samning við Kristinn Steindórsson, knattspyrnumann sem lék með úrvalsdeildarliðinu Sundsvall í Svíþjóð.
Kristinn er uppalinn með Breiðabliki og lék undir stjórn Ólafs Kristjánsson sem nýlega tók við FH-liðinu.
Þá hefur félagið einnig gert samning við Hollendinginn Geoffrey Castillion sem lék með Víkingi frá síðustu áramótum en mun leika í herbúðum FH næstu tvö árin. Hann skoraði 11 mörk í 16 leikjum með Víkingi og ætti því að vera góður fengur fyrir FH.
Nýlega samdi félagið við FH-inginn Hjört Loga Valgarðsson sem frá 2006 hefur leikið Svíþjóð og Noregi, síðast með Örebro í Svíþjóð. Hann hefur leikið 10 A-landsleiki.