fbpx
Mánudagur, október 7, 2024
HeimFréttirAtvinnulífOddsteinn stendur keikur vaktina í Kænunni

Oddsteinn stendur keikur vaktina í Kænunni

Gerir ráðstafanir til að tryggja að fólk fái mat sinn

Oddsteinn Gíslason, matreiðslumaður á veitingastaðnum Kænunni við Flensborgarhöfn tekur að jafnaði á móti yfir eitt þúsund manns í hádegismat í hverri viku. Þar að auki eldar hann annað eins sem fer í mötuneyti og í fyrirtæki.

Oddsteinn í nýja salnum sem brátt verður tekinn í notkun

Steini, sem jafnan er kenndur við Kænuna, segir að töluverðar breytingar hafi orðið síðustu daga enda ástandið í þjóðfélaginu þannig að fólk veit vart í hvern fótinn að á að stíga. Hann hefur gert ýmsar ráðstafanir gegn COVID-19 veikinni og fer eftir þeim leiðbeiningum sem fáanlegar eru. Gestir eru beðnir að spritta hendur og nota einnota hanska þegar það matast og ekkert hlaðborð er í boði en matur settur á diski að óskum viðskiptavinarins.

Segir hanna að fólk hafi tekið þessu vel en viðskiptavinir koma víð að, úr ýmsum störfum og því mikilvægt að fyllsta hreinlætis sé gætt. Að auki er oftar þrifið en áður til að fyrirbyggja smit.

Segir hann fækkun gesta visst áhyggjuefni en við því þurfi að bregðast af yfirvegum.

Sendir í fyrirtæki

Kænan býður upp á heimsendingu í Hafnarfirði og geta fyrirtæki fengið sendan mat af matseðli dagsins, allt niður í 5 matarskammta eða eftir samkomulagi.

Um 1.000 manns koma að jafnaði í hádegismat í hverri viku í Kænunni

Miklar endurbætur

Báturinn er kominni upp í rjáfur eins og í dönskum kirkjum

Oddsteinn hefur staðið miklum endurbótum á staðnum, skipt um alla stóla og borð og báturinn sem svo lengi hefur verið notaður undir hlaðborð er kominn upp undir rjáfur og fullkomið kæliborð kemur í staðinn þegar allt er yfirstaðið.

Þá er hann að leggja lokahönd á nýjan sal þar sem bensínstöðin var áður fyrr sem mun koma sér vel í hádeginu en einnig verður hægt að leigja hann út fyrir fundi og samkvæmi.

Heimasíða: www.kaenan.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2