fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttir6.659 hjóluðu í vinnuna 6.-26. maí

6.659 hjóluðu í vinnuna 6.-26. maí

Hjólað í vinnuna 2020 lauk formlega í gær með verðlaunaafhendingu í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Fyrr í vikunni lauk skráningum ferða og þar með voru úrslitin ljós. Húsfyllir var við afhendinguna og afhenti Þráinn Hafsteinsson formaður Almenningsíþróttasviðsnefndar ÍSÍ þátttakendum verðlaunaplatta í hverjum flokki fyrir sig.

Fyrirtæki í verðlaunasætum

Verðlaun voru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall þátttökudaga. Í kílómetrakeppninni voru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir bæði heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra miðað við fjölda starfsmanna.

 • Íslandsbanki bar sigur úr býtum í flokki vinnustaða með 400-799 starfsmenn,
 • Hafrannsóknarstofnun sigraði í í flokki vinnustaða með 130-399 starfsmenn
 • Grundaskóli sigraði í í flokki vinnustaða með 70-129 starfsmenn
 • Sabre Iceland ehf. sigraði í í flokki vinnustaða með 40-69 starfsmenn
 • Arkís arkitektar sigruðu í í flokki vinnustaða með 20-39 starfsmenn
 • Arkitektar Laugavegi 26 sigraði í í flokki vinnustaða með 10-19 starfsmenn
 • Vefjarannsóknarstofan sigraði í í flokki vinnustaða með  3-9 starfsmenn

Alla vinnustaði í verðlaunasæti má finna á heimasíðu verkefnisins hér.

Ekkert hafnfirst lið náði einu af fyrstu 6 sætunum í neinum flokki en Hafnfirðingar komu þó við í keppninni sem öflugir þátttakendur.

Efstu lið í kílómetrakeppni

Efstu lið í keppni um fjölda kílómetra og hlutfall kílómetra voru eftirfarandi:

 1. Fagmenn, Húsasmiðjan: 10 starfsmenn hjóluðu 5.695 km
 2. 12 vindstig, Veðurstofa Íslands: 10 starfsmenn hj´æoluðu 5.111 km
 3. Sjómílurnar, Hafrannsóknarstofnun: 6 starfsmenn hjóluðu 4.406 km

 1. KM-Vínbúðin, ÁTVR: 3 starfsmenn hjóluðu 798 km hver
 2. Sjómílurnar, Hafrannsóknarstofnun. 6 starfsmenn hjóluðu 735,3 km hver
 3. Hagi-RLE Ultra Cycling, Háskóli Íslands: 3 starfsmenn hjóluðu 650,8 km hver.

7% fjölgun þátttakenda

Þetta árið voru þátttakendur alls 6.659 sem er 7% fjölgun frá því fyrra. Vinnustaðir voru alls 507 sem skráðu 1.116 lið til keppni. Skráðir kílómetrar voru 468.143 km sem jafngildir um 344 hringjum í kringum landið.

Hjólað í vinnuna 2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð í átjánda sinn fyrir verkefninu Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 6.-26. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu núna er svo sannarlega nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu. Landsmenn hafa tekið verkefninu gríðarlega vel og hefur verið aukning ár frá ári. Einnig má merkja að hjólreiðar allt árið hafa aukist til muna síðan að verkefnið hófst.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Það er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi að nota virkan ferðamáta. Í ár þurftum við að aðlaga verkefnið að þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu. Fólk sem vann heima var hvatt til þess að byrja eða enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta þá vegalengd sem samsvaraði vegalengdinni til og frá vinnu.

Myndir frá setningar- og verðlaunahátíð má finna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2