Laugardagur, júlí 12, 2025
HeimÍþróttirFrjálsarFH-ingar bikarmeistarar í frjálíþróttum utanhúss 2025

FH-ingar bikarmeistarar í frjálíþróttum utanhúss 2025

Bikarkeppni FRÍ var haldin í blíðskaparveðri um síðustu helgi.

Aö lokinni tveggja daga keppni voru það FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 164 stig og eru þau því bikarmeistarar utanhúss 2025.

Í öðru sæti var lið ÍR með 159 stig og í því þriðja var lið Fjölnis/UMSS með 139 stig.

FH-ingar sigruðu bæði stigakeppni kvenna og karla.

Fyrsta grein dagsins var sleggjukast kvenna og þar sigraði Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) með kasti upp á 65,84 m, sem er nýtt mótsmet. Önnur var Hera Christensen (FH) sem kastaði 42,92 m og þriðja, með persónulega bætingu, var Sóley Sigursteinsdóttir (Breiðablik) en hún kastaði 37,28 m.

Þrístökk kvenna sigraði Irma Gunnarsdóttir (FH) sem stökk 13,38 m. Önnur, á persónulegu meti, var Anna Metta Óskarsdóttir (HSK/Selfoss) en hún stökk 11,85 m og þriðja var Katrín Marey Magnúsdóttir (ÍR) sem stökk 11,60 m.

Irma Gunnarsdóttir sigraði í þrístökki. -Ljósmynd: Sigurðu P. Sigmundsson.

Í 100 m hlaupi karla kom Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) fyrstur í mark á 10,76 sek. Annar, á persónulegu meti, var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á 10,94 sek og þriðji í mark var Sveinbjörn Óli Svavarsson (Fjölnir/UMSS) á 11,11 sek.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) sigraði kringlukast karla en hann kastaði 51,91 m. Annar var Valdimar Hjalti Erlendsson (FH) sem kastaði 48,18 m og þriðji með kast upp á 44,98 m var Þorsteinn Pétursson (Ármann), en það er persónuleg bæting hjá honum.

Hástökk kvenna sigraði Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir/UMSS) sem stökk 1,76 m. Önnur var Eva María Baldursdóttir (HSK/Selfoss) en hún stökk 1,73 m og þriðja var Birta María Haraldsdóttir (FH) sem stökk 1,70 m.

Þrístökk karla sigraði Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson (Fjölnir/UMSS) sem stökk 14,61 m. Annar var Bjarki Rúnar Kristinsson (Breiðablik) en hann stökk 13,42 m og þriðji var Þórarinn Bjarki Sveinsson (FH), á nýju persónulegu meti, en hann stökk 12,78 m.

Ísold Sævarsdóttir (FH) sigraði 400 m grindahlaup kvenna en hún kom í mark á nýju mótsmeti og aldursflokkameti í flokki 18-19 ára stúlkna en hún hljóp á 59,76 sek. Þess má einnig geta að þessi tími hennar Ísoldar er vel undir lágmarki fyrir Evrópumeistaramót U18 sem fram fer seinna í sumar, en hún er þegar komin með lágmark í sjöþraut. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 61,34 sek og Elísabet Ósk Jónsdóttir (Breiðablik) kom þriðja í mark á 67,30 sek.

Hera Christensen (FH) sigraði kringlukast kvenna, á nýju mótsmeti, en hún kastaði 53,12 m. Önnur var Katharina Ósk Emilsdóttir (ÍR) sem kastaði 35,74 m og þriðja með kast upp á 32,70 m var Hanna Dóra Höskuldsdóttir (HSK/Selfoss).

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2