Á öðrum degi í hvítasunnu skilaði 471 hlaupari sér í mark eftir 14, 17 og 22 km hlaup um glæsilegt uppland Hafnarfjarðar í rjómablíðu.
Þeir sem lengst fóru hlupu frá Ásvöllum, í kringum Hvaleyrarvatn, upp á Stórhöfða, Seldal, að Kjóadalsháls og í kringum Kjóadalinn, Húshöfða og til baka og er þá leiðinni mjög gróft lýst. Leiðin er fjölbreytt og hlauparar þurfa að vera viðbúnir að hlaupa á grýttum stígum og slóðum.
Mjög góð stemmning var í hlaupinu enda skein sólin skært og mikil ánægja var með hlaupið.
Úrslit í hlaupinu má finna hér.