fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimUmræðanÖrfá orð í aðdraganda kosninga

Örfá orð í aðdraganda kosninga

Bjarney Grendal Jóhannesdóttir skrifar

Kæru kjósendur.

Á fjögurra ára fresti göngum við til kosninga í sveitarstjórnarkosningum. Þar höfum við tækifæri til að velja fólk, málefni, flokka eða hvað það er sem ræður vali hvers og eins þegar komið er í kjörklefann á kjördag. Þið eruð eflaust orðin þreytt á stöðugu áreiti frá okkur sem erum í framboði þar sem við reynum að telja ykkur trú um að okkar flokkur sé sá besti. Við erum eins ólík eins og við erum mörg og það sem einn telur nauðsynlegt telur annar vera óþarft. Það sem mestu skiptir þó er að fólk nái að tala saman, leggi ágreining til hliðar og komist að samkomulagi um það hvað sé skynsamlegasta lausnin á málunum. Við í Miðflokknum ætlum að vinna fyrir ykkur. Þið bæjarbúar Hafnarfjarðar eruð það sem skiptir máli. Ykkar líðan og aðstaða er það sem málin eiga að snúast um. Hafa allir þak yfir höfuðið? Líður öllum vel í skólanum? Eru langir biðlistar hjá gamla fólkinu? Eru málefni fatlaðs fólks í lagi? Skipulagsmál og samgöngur? Allt eru þetta málefni sem þurfa að vera í lagi fyrir ykkur íbúana. Við þurfum því að nýta þann mikilvæga rétt sem við sem einstaklingar höfum til að kjósa um það hverjir eru í stjórn. Við verðum að leggja okkar af mörkum og mæta á kjörstað og nýta okkar rétt og atkvæði til að reyna að hafa áhrif á okkar framtíð.

Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
skipar 2. sæti á lista Miðflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2