fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimUmræðanHvernig ákveður maður laun bæjarstjóra og í hverju er starfið fólgið?

Hvernig ákveður maður laun bæjarstjóra og í hverju er starfið fólgið?

Þetta eru mikilvægar spurningar sem vert er að svara því annars er líklegt að geðþóttaákvarðanir ráði för. Umræðan undanfarnar vikur um há laun bæjarstjóra hefur varla farið fram hjá neinum og sitt sýnist hverjum.

Viðreisn lagði til á síðasta fundi bæjarráðs að laun bæjarstjóra tækju mið af launum almenns ráðherra og að fastur bifreiðastyrkur yrði afnuminn og þess í stað greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra vegna vinnu sinnar. Með því að ákvarða launakjör bæjarstjóra út frá þekktri stærð gerum við þessa ákvörðun gagnsæja og minnkum tortryggni og vantraust ásamt því að afnema þá kvöð á kjörna fulltrúa að ákvarða eigin laun. Einnig skýtur það skökku við að nota bifreiðahlunnindi sem hluta launakjara þar sem undanþegin er staðgreiðsla skatta, það lækkar útsvarstekjur sveitarfélagsins og við megum ekki við því og setur það einnig slæmt fordæmi.

Við í Viðreisn lögðum einnig til að farið væri í þá vinnu að útbúa starfslýsingu fyrir starf bæjarstjóra. Vissulega er til rammi um starfið í samþykktum bæjarins en sá rammi er ansi óljós og tekur ekki á mörgum málum. Góð og nútímaleg stjórnsýsla verður að taka mið af því besta sem er í gangi hverju sinni og því er mikilvægt að góð og ítarleg starfslýsing sé til staðar. Hún mun hjálpa þeim einstaklingum, sem taka að sér þetta mikilvæga starf, að taka góðar ákvarðanir, virða mörk valdsviðs síns og annarra stjórnenda bæjarins.

Það að hafna þessum tillögum Viðreisnar sýnir vilja meirihlutans til að halda í óskýr mörk og  geðþóttaákvarðanir sem viðheldur ógagnsæi og eykur ekki á traust.

Jón Ingi Hákonarson
oddviti Viðreisnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2