fbpx
Laugardagur, nóvember 2, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanFermingarfræðsla og gæðastundir

Fermingarfræðsla og gæðastundir

Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir skrifar

Fermingin markar í lífi margra stór og dýrmæt tímamót. Merkilegur dagur þar sem fjölskylda og vinir fagna með fermingarung­menninu, sem hægt og rólega tekur skref út í lífið sem ung og sjálfstæð manneskja. Mann­eskja með sínar eigin skoð­anir, væntingar og þrár. Í fermingunni fögnum við með fermingarungmennunum fyrir það eitt að vera þau sjálf og segjum þeim með orðum og gjörðum að þau skipti máli í veröldinni, hvert og eitt þeirra. Það eru falleg skilaboð að fara með út í lífið og þá vegferð sem framundan er.

Heilan vetur velur stór hluti ung­menna á fermingaraldri í Hafnarfirði að mæta í fermingarfræðslu á vegum kirkjunnar og kristinnar trúar. Þau leggja mikið á sig til að fræðast um það hvað það er að vera manneskja í heiminum í dag og hvernig trúin getur veitt okkur styrk í lífinu á góðum stund­um sem og erfiðari tímum. Í ferm­ingarfræðslu Fríkirkj­unnar í Hafnarfirði er mikil áhersla lögð á fjölbreytta fræðslu um samfélagsleg málefni út frá þeim kærleiksgildum sem kristið samfélag boðar. Fermingarfræðslunni fylgja líka margar gæðastundir foreldra og fermingarung­mennanna þeirra – kvöld­vökur og fræðslustundir sem bjóða upp á samveru og notalegheit í skjóli frá ys og þys hversdagsins. Þann­ig halda fermingarungmennin svo út í lífið með fullan bakpoka af verkfærum til að takast á við verkefnin í lífinu með það heit í farteskinu að ganga ávallt erinda kærleikans.

Takk fyrir veturinn kæru vinir og vegni ykkur vel.

Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir,
prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2