fbpx
Föstudagur, mars 29, 2024
HeimFréttirPólitíkEyðingarafl sem verður að hemja

Eyðingarafl sem verður að hemja

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Tekjujöfnuður er sem betur fer með því sem best gerist í OECD löndunum. Hið sama gildir ekki um eignajöfnuð. Þar hefur dregið í sundur og það er ekki góð þróun. Vinstri flokkar vilja skattleggja til að bæta hér úr. Viðreisn er ekki þeirrar skoðunar.

Rót vandans eru sveiflur og háir vextir. Munurinn á því að eiga milljón og skulda milljón er um 130.000 á ári. Það er fljótt að verða að hárri upphæð þegar tugir milljóna eiga í hlut sem er veruleiki flestra sem eru að eignast eigið húsnæði.  Eignamyndun millistéttarinnar, sem er stærsti hópur landsmanna, er of hæg og of viðkvæm. Reglubundnar sveiflur og sviptingar í gengi krónunnar með tilheyrandi breytingum á verðlagi og afborgunum lána sópa í burtu á skömmum tíma eignamyndun fólks.

Til þess að ná tökum á þessum vanda er nauðsynlegt að taka á rót vandans með róttækum aðgerðum sem tryggja varanlega lausn. Hér dugir ekkert hálfkák.

Eina raunhæfa lausnin er sú sem Viðreisn leggur til. Sveiflur krónunnar verður að stöðva. Það á að gera í fyrstu atrennu með gengisfestu (Myntráði) sem felur í sér að binda gengi krónunnar við sterkan gjaldmiðil. Þar blasir evran við enda lang stærsta markaðssvæðið okkar. Með þessu minnka sveiflur og vextir munu lækka. Þannig munu millitekjuhópar geta byggt upp eignir sínar og treyst því að þær þurrkist ekki út í næstu niðursveiflu.

Viðreisn hefur kjark til að breyta því sem þarf að breyta. Kjark sem íslenskt samfélag þarf á að halda.

Jón Steindór Valdimarsson
þingmaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2