fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanEru sjálfstætt starfandi skólar í Hafnarfirði eftirlitslausir?

Eru sjálfstætt starfandi skólar í Hafnarfirði eftirlitslausir?

Gestur Svavarsson skrifar f.h. stjórnar VG í Hafnarfirði

Í mars árið 2022 var útgefin á vegum Innri endurskoðunar og ráðgjafar, sjálfstæðrar eftir­litsstofnunar með stjórn­sýslu Reykjavíkurborgar, niður­staða úttektar á sjálfstætt starfandi leik- og grunn­skólum.

Úttektin afmarkaðist við útdeilingu fjármuna og hlítni við samninga við sveitar­félagið.
Niðurstöðurnar eru fróðlegar. Rýni ársreikninga reyndist oft ábótavant, skólarnir eru oft í eigu stjórnenda skól­ans og í einhverjum tilvikum er greiddur út arður til eigenda skólanna, sem jafnframt eru á launaskrá sveitar­félags­ins. Einnig var um að ræða um­talsverð frávik frá hámarksgjaldskrá.

Í þjónustusamningum borg­ar­innar við sjálfstætt starf­andi grunnskóla eru ákvæði um að rekstrarafgangur skuli nýttur til frekari uppbyggingar skóla­starfsins, en engin merki slíks fundust í ársreikningum grunn­skólanna.

Lesturinn vekur upp spurn­ingar um hvernig þessu sé háttað í Hafnarfirði, og spurningarnar verða auðvitað áleitnari, þar sem nýverið var rekstr­arframlag til sjálfstætt starfandi skóla í Hafnarfirði aukið. Bæjarbúar allir eiga kröfu á því að vel sé farið með fé þeirra og að ljóst sé að lögum og reglum varðandi rekstur sjálfstætt starfandi skóla sé fylgt.

Því er spurt hvort bæjaryfirvöld hafi staðið fyrir sambærilegri úttekt. Sé ekki svo, er kallað eftir þeirra vinnu. Það er sömuleiðis brýnt að samningar við sjálfstætt starfandi skóla verði gerðir opinberir og gagnsætt verði hvaða kröfur eru gerðar til faglegs starfs, en einnig rekstrar. Við bæjarbúar höfum til þess tilkall.

F.h. stjórnar VG í Hafnarfirði
Gestur Svavarsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2