fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimUmræðanÁherslur sem skipta máli

Áherslur sem skipta máli

Haraldur R. Ingvason og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir skrifa

Píratar í Hafnarfirði hafa tekið saman 11 áherslur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og eru þær sundurliðaðar í aðgerðapunkta sem finna má á heimasíðu Pírata. Áherslurnar eru aðgengilegar á þremur algengustu tungumálum landsins, sem er í samræmi við við áherslur Pírata á fjölmenningu og lýðræði.

Píratar leggja mikið upp úr samráði við íbúa og aðgengi íbúa að upplýsingum og ákvarðanatöku. Þetta á við á öllum sviðum, svo sem hvað varðar skipulag, almannaþjónustu og umhverfismál. Því verða öflug hverfisráð og umboðsmaður bæjarbúa hryggjarstykkið í lýðræðisbænum Hafnarfirði.

Leikskólastarf er ómetanlegur þáttur samfélagsins og ber að launa sem slíkan. Píratar vilja brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla en einnig viljum við koma á sveigjanlegum vistunartíma og styðja enn frekar við styttingu vinnuvikunnar. Þannig tryggjum við grunninn að fjölskylduvænu velferðarsamfélagi. Píratar vita að fjölbreytt tómstundastarf er mikilvægt öllum aldurshópum, en andlegt og líkamlegt heilbrigði hefur afgerandi áhrif á lífsgæði fólks á öllum aldri. Píratar tala fyrir því að ávallt skuli standa vörð um mannlega reisn, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt. Þetta á sérstaklega við hjá eldra fólki og ýmsum hópum fólks í viðkvæmri stöðu. Og það verður aldrei of oft sagt að Píratar hafna alfarið ofbeldi, rasisma og fordómum í öllum myndum.

Píratar leggja  mikla áherslu á að vinna að skipulagsmálum og innviðauppbyggingu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Píratar vilja að Hafnarfjörður skipi sér í forystu hvað umhverfismál varðar, með verndun útivistarsvæða og fjölgun rafhleðslustöðva, með því að efla örflæði og almenningssamgöngur og stefni ótrauður á hringrásarhagkerfi og þéttingu byggðar.

Áherslur Pírata eru byggðar á faglegum grunni með velferð allra núverandi og framtíðar íbúa að leiðarljósi. Píratar standa fyrir gagnsæi, heiðarleika og lýðræðisleg stjórnmál. Kjósum Pírata.

Haraldur R. Ingvason,
frambjóðandi 1. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir,
frambjóðandi 2. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2