fbpx
Þriðjudagur, október 15, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirSundAnton Sveinn silfurverðlaunahafi á Evrópumóti í sundi

Anton Sveinn silfurverðlaunahafi á Evrópumóti í sundi

Hafnfirski sundkappinn Anton Sveinn McKee náði glæstum árangri á Evrópumótinu í sundi í 25 laug er hann vann til silfurverðlauna í 200 m bringusundi og kom í mark á 2:02,74 mínútum en Íslandsmet Antons Sveins er 2:01,65 sem hann setti árið 2020.

Var hann aðeins 0,33 sekúndum frá gullverðlaunahafanum Caspar Corbeau frá Hollandi.

Anton átti þriðja besta tímann í 16 manna úrslitum og því var mikil pressa á honum í úrslitasundinu.

Hann átti frábært sund og var aðeins hársbreidd hjá sigri. Þetta voru fyrstu verðlaun Antons á stórmóti og því einkar sæt verðlaun en Anton mun keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári.

Skjáskot af útsendinu RÚV

Á undan honum höfðu tveir Hafnfirðingar í SH unnið á stórmóti í sundi en Örn Arnarson vann bronsverðlaun í 50 metra flugsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug árið 2006 auk þess sem Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu 2016 er hún náði tveimur silfurverðlaunum og einum bronsverðlaunum. Enginn annar sundmaður hefur unnið til stórverðlauna í sundi á þessum tíma.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2